News

Opnun Vetrarhátíðar og Safnanætur – Fortíðarflakk í Grjótaþorpinu. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setti Vetrarhátíð í Fógetagarðinum við Aðalstræti við upphaf Safnanætur. Að setningu lokinni var gestum boðið á fortíðarflakk í Grjótaþorpinu í boði Norðanbáls. Þetta var óvissuferð.

p1100203-1.jpgÞá er skessan komin til að vera í Reykjanesbæ en henni hafa fylgt ákveðin fyrirbæri - sjá nánar hér: http://vf.is/Frettir/37368/default.aspx

og hér er frétt sem fjallar um komu hennar:
http://vf.is/VefTV/607/default.aspx

Og hér eru meiri fréttir af Skessuhelli í Reykjanesbæ
http://vf.is/Frettir/37131/default.aspx

Hönnun skessuhellis er langt á veg komin og var módel afhent Reykjnesbæ 26.5.2008.  Vinna við gerð skessuhellis mun hefjast fljótlega en áætlað er að verkinu verði lokið fyrir ljósanótt í september n.k.
Sjá nánar á vef Víkurfrétta: http://vf.is/Frettir/36319/default.aspx 

skessa02.jpgNorðanbál hefur gert samning við Reykjanesbæ um hönnun skessuhellis. Stefnt er að því að hellirinn verði opnaður á ljósanótt Reykjanesbæjar 2008.  Skessuhellirinn verður við smábátahöfnina í Reykjanesbæ. Hugmyndinn byggir á sögum Herdísar Egilsdóttur um Siggu og skessuna sem margir Íslendingar kannast við. 

Norðanbál sá um opnunaratriði Vetrarhátíðar 2008. Atriðið hófst við Hallgrímskirkju og gengið niður að tjörn. Á leiðinni var búið að skapa stemmingu sem ýmsir listamenn krydduðu með ýmiskonar uppákomum.
or013956-1.jpgTúlipanaverk Norðan Báls skrýðir ljósastaura í Bankastræti í sumar og er ætlunin að þeir standi fram yfir menningarnótt. Kíkið á og njótið!