gamli_skoli_nov_2011_7808_72

Fram til þessa hefur Gamli skóli lítið verið kynntur innanlands. Húsið hefur verið auglýst erlendis og fengið góða aðsókn frá ýmsum löndum.

Nú viljum við kynna aðstöðuna fyrir samlöndum okkar og höfum sent út meðfylgjandi tilkynningu til ýmissa félaga og fyrirtækja.


Norðanbál vill hér með vekja athygli á Gamla skóla í Hrísey sem er vinnusetur fyrir listafólk.
Gamli skóli hefur verið starfræktur um árabil, þar hefur listafólk upplifað Hrísey sem tímalausa orkustöð í skemmtilegu samfélagi.

Í Gamla skóla er allt sem þarf til ánægjulegrar dvalar: þrjú aðskilin svefnherbergi, stór vinnustofa, nettenging fyrir alla, stofa/eldhús, sturta, þvottavél, sjónvarp o.fl.

Húsið er að mestu laust í desember og janúar og býðst á sérstaklega góðum kjörum þessa tvo mánuði.

Hrísey er staðsett í miðjum Eyjafirði með fallegu útsýni á fjallahringinn allt í kring.

Að dvelja á fallegri eyju, fjarri öllu amstri og stressi en samt hafa allt til alls og geta án nokkurs fyrirvara skroppið til lands ef með þarf, er einstakt.

Gamli skóli, eins og hann er kallaður, er staðsettur miðsvæðis í þorpinu í u.þ.b. 5 mín. gönguleið frá bryggjunni þar sem ferjan leggst að.

Ferjan Sævar siglir frá Árskógssandi nokkrum sinnum á dag út í eyjuna og tekur siglingin 20 mín. Áætlunarferðir eru með rútu frá Akureyri að ferjunni (sterna.is)

Við bendum fólki á að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef óskar er eftir dvöl á öðrum tíma. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norðanbáls nordanbal.is.