er listahópur sem staðið hefur að ýmsum listviðburðum á undanförnum árum. M.a. er um að ræða skuggaleikhús á framhlið Háskóla Íslands í tengslum við ljósahátíð árið 2000 þegar Reykjavík var ein af menningarborgum Evrópu. Þá hefur hópurinn hannað túlipana og blóm á ljósastaura sem hafa verið sett upp í tengslum við Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar siðan 2004. Norðanbál hefur einnig nokkrum sinnum séð um opnunaratriði Vetrarhátíðar. Önnur verk eftir hópinn eru m.a. listaverkið ”Hlutverk” við Fitjar í Reykjanesbæ og hönnun Skessuhellis í Reykjanesbæ.
 
Norðanbál samanstendur af eftirfarandi einstaklingum:

Þorleifur Eggertsson -Arkitekt
Skúli Rúnar Hilmarsson - Ljósamaður
Frosti Friðriksson - Myndlistarmaður
Örn Alexandersson – Stjórnandi hópsins
Jósep Gíslason –Tónlistarmaður